Fyrstu blæðingarnar gerðar auðveldari – Myndband

Fyrst kynnti fyrirtækið Hello Flo okkur fyrir Camp Gyno sem var auglýsingaherferð fyrirtækisins í fyrra þar sem ung stúlka er í skýjunum þegar hún fær fyrstu blæðingarnar sínar í sumarbúðum.

Í ár fjallar auglýsingaherferð þeirra um unga stúlku sem verður svo þreytt á að bíða eftir því að fá fyrstu blæðingarnar sínar að hún lýgur því að vinkonum sínum og mömmu að hún sé byrjuð. Mamma hennar sér þó strax í gegnum lygina og refsar dóttur sinni á skemmtilegan hátt.

Á heimasíðu fyrirtækisins Hello Flo er hægt að skrá sig í áskrift að mánaðarlegum pökkum sem innihalda túrtappa, dömubindi og súkkulaði. Einnig er hægt að panta pakka frá fyrirtækinu fyrir þær stúlkur sem eru að fá sínar fyrstu blæðingar en þeir pakkar innihalda upplýsingabæklinga fyrir foreldrana og stúlkuna, súkkulaði, armband, dömubindi og fleira.

 

SHARE