GÆSAHÚÐ: Ariana Grande RÚLLAR tónlist Whitney Houston upp á sviði

Ariana Grande sló öll vopn úr höndum tónleikagesta og gagnrýnenda á nýyfirstöðnum tónleikum þegar hún, öllum að óvörum, kallaði David Foster, lagasmið sjálfrar Whitney Houston upp á svið og tók óaðfinnalega útgáfu af laginu I Have Nothing.

Sjá einnig:

Ariana, sem býr yfir ótrúlegu raddsviði, sagði sjálf að lagið hefði henni lengi verið hugleikið og að sjálfri hefði henni þótt alveg ótrulega skemmtilegt að taka smellinn á karókíbörum hér á árum áður – og við getum ekki annað en látið okkur dreyma um að vera flugur á vegg, trítli Ariana inn á karókíbar í nánustu framtíð.

Magnaður flutningur sem laðar fram hreina gæsahúð – Áfram Ariana!

https://youtu.be/mHF4QkFD28U

SHARE