Gáfu viðskiptavini sínum óvæntan glaðning

Í gær var dagsetningin 11.12.13 og að því tilefni ákváðu dömurnar í Parísartízkunni að veita þeim viðskipta vini sem labbaði inn um dyrnar um kl.14:15 óvænta jólagjöf frá Parísartízkunni.
Það var hún Sigríður Thorlacius sem kom inn á réttum tíma og hér má sjá Hjördísi hjá Parísartízkunni afhenda Sigríði gjöfina.
Svo vitnað verði í lagið „Hvað það verður veit nú enginn“, nema auðvitað starfsmenn verslunarinnar, kemur bara í ljós á aðfangadag.
SHARE