Gamaldags sandkaka

Þessi uppskrift kemur frá henni ömmu og er algert sælgæti þrátt fyrir einfaldleika.

Uppskrift:

250 gr smjörlíki
250 gr sykur
5 egg
250 gr hveiti
1 tsk sítrónudropar

Aðferð:

Hrærið saman mjúku smjörlíki og sykri bætið hinum hráefnum útí. smyrjið sandkökuform og bakið við 170 gr í eina klukkustund og 25 mín.

Geggjuð með heitu súkkulaði.

SHARE