Gamla góða Kakósúpan – Uppskrift

Kakósúpa

2 msk sykur
2 msk kakó
1 dl vatn
1 msk maísenamjöl eða
2 tsk kartöflumjöl
½ dl kalt vatn
8 dl mjólk

 

Hrærið sykur og kakó saman í potti, blandið vatni saman við og hitið að suðu. Hrærið mjólkinni saman við og hitið. Hrærið maísenamjölinu/kartöflumjölinu út í köldu vatni og jafnið súpuna. Það má svo bragðbæta súpuna með vanilludropum, salti og smjöri.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here