Geðhvörf kvenna – Einkenni og ráð

Líffræði og kyn geta haft áhrif á hvernig manneskja upplifir geðhvörf. Margt fólk er ranglega greint vegna þess að einkenni geðsjúkdómsins, þunglyndislotur og oflætislotur, eru ranglega greind, meira segja af sérfræðingum. Það má að hluta rekja til þess að einkenni geðhvarfa hjá konum, eru að sumu leyti frábrugðin einkennum geðhvarfa hjá körlum.

Sérfræðingurinn Vivien Burt, var tekin tali af vefmiðlinum Health.com og útskýrði hún í hverju munurinn milli kynjanna væri fólginn.

Hvað eru geðhvörf?

Þó að hvert tilfelli geðhvarfa sé auðvitað einstakt þá eru tvær megingreiningar. Geðhvörf 1 einkennist af áberandi oflætis- og jafnvel geðrofsköstum sem oft leiða til sjúkrahúsinnlagnar. Á sama tíma einkennast Geðhvörf 2 af „mildari“ oflætisköstum, sem er kallað „hypomania“ sem er stundum ranglega greint sem venjulegar skapsveiflut. Í báðum tilfellum valda geðhvörf miklum sveiflum í skapi og orku.

Geðhvörf kvenna hafa önnur einkenni

Geðhvörf 1 greinist yfirleitt seinna hjá konum en körlum. Samkvæmt upplýsingum frá Office on Women’s Health eru konur ekki bara greindar seinna en karlar heldur eru þær miklu oftar greindar með Geðhvörf 2 en karlar. Samkvæmt grein frá 2021 í International Journal of Bipolar Disorders eru konur með geðhvörf líklegri til að fá þunglyndiseinkenni og skiptin milli oflætis og þunglyndis séu örari, þar sem fjögur eða fleiri tilfelli af oflæti eða þunglyndi eiga sér stað á ári hverju. Höfundar greinarinnar tóku einnig fram að oftar séu greind tilfelli þar sem konur eru með blönduð geðhvörf, þar sem maníu- og þunglyndiseinkenni sem koma fram á sama tíma.

„Enginn veit í raun hvers vegna sumt fólk með geðhvörf er með blönduð geðhvörf eða hvers vegna konur eru líklegri til að upplifa þetta ástand en karlar. Geðhvarfaeinkenni hjá konum geta oft verið yfir meðallaginu þegar kemur að skapi og skapgerð, og það getur að hluta útskýrt aukið algengi blandaðra geðhvarfa,“ sagði Burt. Með öðrum orðum, kann að vera að konur séu oftar greindar með blönduð geðhvörf því þær finna fyrir og tjá meiri kvíða á sama tíma og þunglyndið er í gangi.

„Einnig verða konur fyrir áhrifum vegna hormóna í gegnum barneignarárin og hafa flest tímabil áhrif á konuna, hvort sem það er meðganga, eftir meðgöngu eða um tíðahvörf. Það getur því getur verið að „hormónasveiflur“ geti verið einkenni af geðhvörfum en greining sé frekar sögð tengjast hormónum,“ segir Burt.

Sjá einnig: 5 hlutir sem þú ættir ekki að borða ef þú ert með geðhvörf

Einkenni geðhvarfa og einkenni fyrirtíðaspennu

Margir hafa ruglað saman einkennum þunglyndiskasts og einkenna fyrirtíðaspennu. Premenstrual dysphoric disorder (PMDD) er ástand sem sumar konur lenda í fyrir blæðingar og hefur það tilfinningaleg og líkamleg einkenni og eitt þessara einkenna er skapsveiflur.

„Það er ekki óalgengt að konur fái slíkar skapsveiflur og telja þá að þær tengist fyrirtíðaspennu eða þessu PMDD,“ segir Burt. „Það rétta getur hinsvegar verið að þær séu með slík einkenni vegna geðhvarfa.“

Konur geta líka verið bæði með PMDD og geðhvörf. Breytingar á magni hormóna eins og estrógen geta haft áhrif á einkenni geðhvörfin. Í grein í International Journal of Molecular Sciences árið 2021 komust vísindamenn að því að fólk með geðhvörf og PMDD væri líklegra til að fá verri og tíðari einkenni.

Ef þú heldur að þú sért ein þeirra kvenna sem sé fyrirtíðaspennu eða PMDD, er góð hugmynd að halda dagbók yfir einkenni og merkja við hvaða daga þú ert með blæðingar. Þetta getur hjálpað þér að ákvarða hvort einkenni koma aðeins fram fyrir blæðingar eða hvort þau koma einnig fram á öðrum tímum mánaðarins.

Sjá einnig: 10 stjörnur sem eru með geðsjúkdóma

Lyf við geðhvörfum, meðganga og aukaverkanir

Meðferð við geðhvörfum getur verið misjöfn milli kynja. Geðhvörf eru aðallega meðhöndluð með lyfjum, en þau lyf hafa talin tengjast fæðingargöllum og öðrum göllum. Til dæmis hefur Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) varað við því að taka Valproate á meðgöngu, því það geti skert vitsmunaþroska barna og valdið fæðingargöllum í heila, hrygg eða mænu.

Á hinn bóginn gæti það verið skaðlegt fyrir þig og ófædda barnið að meðhöndla ekki geðhvörf. Í grein frá 2014 um lyf, heilsu og öryggi sjúklinga komust vísindamenn að því að hættan á bakslagi vegna geðhvarfa væri mun meiri fyrir konur sem hættu að taka lyfin sín á meðgöngu. Auðvitað fer þetta allt eftir hver einkenni þín eru en ómeðhöndluð geðhvörf geta haft áhrif bæði á konuna og barnið, en auðvitað er mælt með að gera allt svona í samráði við þinn lækni.

Samkvæmt Burt mæla heilbrigðisstarfsmenn með því að halda konum á lyfjum til að auka jafnvægi, alla meðgönguna, sérstaklega ef konan er með alvarleg Geðhvörf 1. Markmið lækna er að halda sjúklingum stöðugum og góðum á meðan þeir velja öruggasta lyfið fyrir fóstrið sem er að vaxa og dafna. Hinsvegar, ef þú ert með væg einkenni, gætirðu hætt lyfjameðferð á fyrsta þriðjungi meðgöngu eða alla meðgönguna. En aftur, mælum við með að engar breytingar séu gerðar nema með samráði við lækni.

Heimildir: Health.com

SHARE