Geðsjúkir voru tilraunadýr sem voru óluð niður

Umræðan um geðræn veikindi er alltaf að verða meiri og meiri og er það mín skoðun að það er bara jákvætt. Það hefur líka orðið mikil þróun á seinustu áratugum í meðferðum og lyfjum fyrir fólk með andleg veikindi og getum við, sem lifum í nútímasamfélagi, verið þakklát fyrir það. 

Á árum áður voru þeir sem voru veikir á geði, oft bara virtir að vettugi og fengu jafnvel meðferð sem engin lifandi vera á að þola. Gerðar voru tilraunir á fólki og stundum var fólk lokað inni árum og áratugum saman án þess að fá nokkra lækningu eða meðferð.

Þessar fágætu og sögulegu myndir hér fyrir neðan eru frá hælum fyrir geðsjúka og sýna vel hversu slæmt ástandið hefur verið á árum áður.

Þessar konur voru látnar í geislameðferð vegna geðrænna veikinda. Það bar ekki árangur.

asylum2

Þessi ótrúlega óhuggulegi stóll var ætlaður til að róa sjúklinga niður. Mynduð þið vera róleg ef þið væruð óluð niður í þennan?

asylum3

Sjá einnig: Fordómar – hættum að þykjast

Hér er maður í einhverskonar kasti, „róaður“ niður.

asylum4

 

Þessi sjúklingur þjáðist af geðklofa með ofsóknaræði og eitt af því sem hann var látinn gera til að hjálpa sér var að standa svona tímunum saman.

Asaylum-photo-standing-1-leg

 

Raflostmeðferð, mjög sársaukafull og árangurslaus en var mjög vinsæl á árum áður.

asylum5

Þessi mynd er tekin á geðveikrahæli í Michigan.

asylum6

Þessir sjúklingar voru á Pilagrim geðveikrarhælinu á Long Island, í New York. Þeir voru alltaf í spennitreyju.

asylum7

Matsalur á stofnun fyrir geðsjúka, ekkert smá kuldalegt.

asylum8

Hér eru nokkrar af þeim ástæðum sem voru fyrir innlögn sjúklinga á þessum tíma.

asylum9

 

Eins og gefur að skilja urðu flestar stofnanir yfirfullar þegar það voru svona margar ástæður fyrir innlögnum.

asylum10

Þessi tól og tæki voru notuð til að fjarlægja hluta heilans sem var talinn valda geðrænum veikindum.

asylum11

Sjúklingur sem var ólaður niður og lyfjaður á deildinni fyrir ofbeldisfulla sjúklinga.

asylum12

Þessi vél var kölluð „slapping machine“ og var notuð á sjúklinga.

asylum13

Klefi á stofnun fyrir geðsjúka. Langt frá því að vera huggulegt!

asylum14

Teikning sem var gerð af sjúklingi

asylum16

Komið var fram við börn meira að segja eins og dýr.

asylum17

Sjá einnig: Yfirgefnir staðir eru framandi

Læknar og vísindamenn framkvæmdu aðgerðir á sjúklingum til þess að reyna að finna út hvað olli geðsjúkdómum. Þetta eru hlutar úr heilum sem varðveittir voru í vaxi og átti að rannsaka.

asylum18

Það var ekki margt í boði sem hægt var að gera fyrir sjúklinga sem stunduðu sjálfskaða.

asylum20.jpg

Þessi röntgenmynd var tekin af útlimi manns sem stundaði það að stinga nálum inn í húð sína.

asylum22.jpg

Þessi búnaður var til þess fallinn að koma í veg fyrir að karlmenn stunduðu sjálfsfróun. Sjálfsfróun var talin ýta undir geðveiki.

asylum24.jpg

Á 17. öld voru sjúklingar oft látnir vera með svona grímu.

asylum25.jpg

Í vatnsmeðferðum sem þessum voru sjúklingar oft látnir vera í vatni yfir nótt.

asylum26.jpg

Þessi mynd sýnir hvernig ástandið var á þessum sjúklingi sem þjáðist af geðhvörfum.

asylum27

 

Það var læknirinn Freeman sem fann upp á fyrrnefndum aðgerðum á heila og sést hann hér vera í þann mund að framkvæma eina slíka.

 

asylum28.jpg

 

 

 

Þessi stóll var notaður á 19. öld til að halda sjúklingum niðri

asylum29.jpg

Sjá einnig: 15 stórkostlegar myndir af Vetrarbrautinni

Þessi mynd er ekki gömul en hún er tekin á stofnun fyrir geðsjúka í Serbíu árið 1999. Því miður er enn verið að nota spennitreyjur sumstaðar í heiminum.

asylym1.jpg

 

 

Þessi mynd er tekin á stofnun sem er búið að loka í Ítalíu.

asylum23.jpg

SHARE