Gefur út bók um kynni sín af Michael Jackson

Sjö árum eftir andlát Michael Jackson gefur Shana Mangatal út bók um kynni hennar af Michael og mun bókin heita „Michael and Me“. Bókin kemur út á þessu ári og mun Shana segja frá rómantísku sambandi þeirra, misheppnuðum hjónaböndum söngvarans og ásökunum sem á hann bárust um kynferðisofbeldi gegn börnum.51PGlO6aKiL._SY344_BO1,204,203,200_

Shana segist aðeins nýlega hafa getað skoðað myndir af Michael og segir að dauði hans hafi reynst henni mjög erfiður. Hún fór svo að lesa dagbækur sínar frá þeim tíma sem þau voru saman og ákvað að gefa út bók. Henni finnst fólk ekki minnast Michael á þann hátt sem hann eigi skilið.

„Michael hafði alveg áhuga á konum og var alls ekki „kynlaus“ eins og oft er sagt um hann,“ segir Shana.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE