Geggjuð hvítlaukssósa

Ég hélt ég myndi upplifa fullnægingu þegar ég smakkaði þessa sósu fyrst, enda mikill aðdáandi hvítlauksins. Auðvitað var það í matarboði hjá Röggu mágkonu og ég er að segja ykkur þessi sósa er geggjuð með öllu!

Kjöt, fisk, pasta eiginlega bara oná brauð líka!

Mjög einföld að útbúa og unaður að borða.

Uppskrift:

1dós sýrður rjómi
2 dl majónes
2-4 hvítlauksrif
steinselja
salt

Aðferð:

Sýrður rjómi og majónes blandað saman. hvítlauksrif söxuð niður í smátt og hrærð út í ásamt saxaðri steinselju og dass af salti.

Sósan smökkuð til og bætt við hvítlauk ef þurfa þykir.

Svo er bara að njóta… er geggjuð með grillmat.

SHARE