Gekk 418 km eftir rifrildi við konuna

Ítalskur maður tók þá ákvörðun að taka göngutúr til að kæla sig niður eftir rifrildi við eiginkonuna, eins og margir gera eflaust.

Maðurinn, sem er 48 ára gamall og kemur frá Como, norður af Milan, reifst rosalega við konuna sína í seinasta mánuði. Hann stormaði út úr húsinu og ætlaði að ganga og hreinsa hugann. Hann gekk í viku og var loks stoppaður af lögreglunni í Gimarra, 418 km frá heimabæ hans.

Sjá einnig: Þetta tengja allar ungar stúlkur við!

Lögreglan var á sínum venjulega akstri þegar þeir sáu mann, einan á gangi klukkan 2 um nóttina. Þeir stoppa hjá honum og spyrja hann nokkurra spurninga. Þá komust þeir að því að eiginkona mannsins hafði lýst eftir honum, enda hafði maðurinn verið í burtu í viku. Maðurinn hafði ekki notað neina almenningssamgöngur heldur gekk bara. Hann fékk gefins mat frá fólki sem hann hitti á förnum vegi. „Það er allt í lagi með mig, ég er bara svolítið þreyttur,“ sagði maðurinn í viðtali.

Hér má sjá leiðina sem maðurinn gekk

Maðurinn fékk sekt fyrir að virða ekki sóttkvína sem hann átti að vera í, heilar 400 evrur. Hann fór á hótel og konan hans sótti hann daginn eftir.

SHARE