Kólumbísku leikkonuna Sofia Vergara könnumst við mörg við úr þáttunum Modern Family, þar leikur hún hina háværu og skemmtilegu Gloriu. Sofia er uppalin í Kólumbíu og var uppgötvuð þar af ljósmyndara á ströndinni. Eftir það buðust henni ótal mörg fyrirsætustörf og hún vann fyrir sér sem fyrirsæta áður en hún byrjaði feril sinn sem leikkona.

Við rákumst á þetta gamla myndband af Sofiu þegar hún vann fyrir sér sem fyrirsæta og hér sjáum við hana í myndatökum og þar sem hún er að undirbúa sig undir tökur í sandinum. Síðan hefur aldeilis mikið vatn runnið til sjávar og hefur hún nú getið sér gott orðspor í Hollywood. Þessi gullfallega kona er ekki bara falleg, heldur er hún fluggáfuð og með bein í nefinu. Okkur lýst þó mun betur á það sem hún gerir í dag. Í dag fá hæfileikar hennar að njóta sín. Við sjáum það vel í þessu myndbandi að hún hefur lítið breyst, heldur sér rosalega vel.

[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“iLq4_b9aB48#!“]

SHARE