Gengu berserksgang í bústað sem þeir tóku á leigu

Færsla birtist í kvöld á Facebook síðunni „Landið mitt Ísland“ og segir þar maður frá því að hann hafi leigt sumarbústað sinn út, á íslenskri síðu og komið að bústaðnum í rúst.

Maðurinn segir meðal annars í færslunni að bústaðurinn hafi verið leigður 4 ungum mönnum: „Ég hélt ég væri nokkuð öruggur með aldurstakmarkið 20 ár en svo er ekki. Vil benda öðrum sumarhúsaeigendum að athuga vel hverjir eru að bóka. auk þess stálu þeir sjónvarpi og útvapi úr næsta bústað.“

Myndirnar tala sínu máli og má glögglega sjá merki um algjört virðingarleysi og hömluleysi sem hefur átt sér stað þarna.

SHARE