George Clooney fjárfestir í eyju við Bretlandsstrendur

Leikarinn George Clooney gekk nýverið að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney í fallegri athöfn á Feneyjum. Stuttu eftir brúðkaupið fóru hjónin að leita sér að húsnæði saman og heldur nú tímaritið Variety því fram að þau séu nýjir eigendur að bresku sveitasetri á einkaeyju við ánna Thames.

Húsið er 10 herbergja og byggt á 17. öld en stór hluti þess hefur verið gerður upp. Gólfin í þessu rúmlega 800 fermetra húsi eru ýmist parketlögð eða úr marmara. Nýuppgert eldhúsið skartar borðplötum úr marmara, nútíma búnaði og gulri eldavél.
Til þess að George og Amal geti síðan haldið sér í formi er íþróttasalur, sturta og gufubað.

 

10clooney-lgn

09clooney-lgn

08clooney-lgn

a

06clooney-lgn

05clooney-lgn

04clooney-lgn

03clooney-lgn

01clooney-lgn

SHARE