George Clooney gekk í það heilaga um helgina

Á laugardaginn gekk leikarinn George Clooney að eiga lögfræðinginn Amal Alamuddin í Feneyjum á Ítalíu. Brúðkaupshelgin var ekki bara sérstök fyrir Clooney og Alamuddin heldur lögðu brúðarhjónin mikið upp úr því að allir gestirnir ættu frábæra helgi.

Á föstudaginn sást til leikaranna Emily Blunt, John Krasinski og Matt Damon og annarra gesta fagna með brúðarhjónunum á Cipriari Hotel en fram eftir kvöldi voru skemmtiatriði, drykkir og píanó skemmtum við sundlaugina á hótelinu. Ef gestir voru ekki í stuði fyrir þennan valmöguleika gátu þeir einnig skemmt sér á hótelherbergjunum sínum þar sem hver og einn fékk ipod með uppáhaldslögum George og Amal.
Sama kvöld skemmtu brúðarhjónin sér í sitt hvoru lagi þar sem þau voru í gæsa- og steggjunarteiti.

Á laugardeginum rann svo stundin upp þar sem George Clooney gekk að eiga Amal Alamuddin, en fyrrverandi borgarstjóri Róm gaf þau saman í rómantískri athöfn á hótelinu 16th Century.

5d0f7d4b866e1b34e2a402939052cf3c98cc91b7

30f278e4f19f58c9bcb3c2d78561cba8be3de0e6

1411741956_george-clooney-amal-alamuddin-article

1411832208_george-clooney-wedding-weekend-cindy-crawford_1 bono-george-clooney-wedding-weekend

SHARE