Gerði grín að flugslysinu í Úkraínu á Twitter

Eins og flestum er kunnugt gerðist sá hræðilegi atburður í gær að farþegaþotu Malaysian Airlines var grandað með flugskeyti sem var skotið frá jörðu niðri með þeim afleiðingum að um 295 manns létust.

Margir leikarar og stórstjörnur hafa farið inn á Twitter og aðra samskiptamiðla og vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína en þó brást einn leikari öðruvísi við. Leikarinn Jason Biggs sem flestir þekkja úr bíómyndunum American Pie skrifaði á Twitter síðuna sína:

„Anyone wanna buy my Malaysian Airlines frequent flier miles?“

Þessi skrif hans féllu heldur betur í grýttan jarðveg og var hann harðlega gagnrýndur af fólki. Einn af fylgjendum hans á Twitter skrifaði við ummæli hans:

„Go fuck a pie you piece of shit. You´re such an attention seeking fucking whore.“

Annar skrifaði:

„You’d laugh if your kids died in a plane crash?“

Þessar athugasemdir við ummæli hans á Twitter reittu leikarann til reiði og svaraði hann þeim með því að grafa sér enn dýpri gröf.

“Truly – you losers are literally trying to find shit to get angry about. Channel your issues elsewhere,” og síðan bætti hann við: „hey, all you ‘too soon’ assholes – it’s a fucking joke.  You don’t have to think it’s funny, or even be on my twitter page at all.”

Það er ekki að undra að þessi ummæli hans lögðust illa í fylgjendur hans en það var ekki einu sinni liðinn sólarhringur frá slysinu þegar hann birti þau.

Jason+Biggs+xeIGzzY64S7m

SHARE