„Get ekki mætt í skólann í dag, Beyoncé á afmæli”

Ameríka fór á annan endann í gærdag, þann 4 september, en sjálf Beyoncé (aka The Queen Bee) fagnaði 33 ára afmælisdegi sínum. Sumir gengu svo langt að taka sér frí frá vinnu (konan er jú ekki drottning fyrir ekki neitt) og þannig fékk háskólaprófessor nokkur afar einkennilegt bréf í inboxið um hádegisleytið í gær.

Það var ung stúlka að nafni Ja-Niece Best sem sendi bréfið fyrir slysni til kennara síns, en þar tekur hún fram (í fullri alvöru) að Drottinn hafi blessað heimsbyggðina með fæðingu heilagrar Beyoncé þann 4 september og af virðingu við tónlist konunnar, hafi hún ákveðið að taka sér frí frá störfum til miðnættis.

Bréfið, sem átti að vera brandari og átti aldrei að senda út, fór hins vegar af stað – hafnaði í inboxi hlessa prófessors við Towson University og við það sat; tilkynningin flögraði út í heim og endaði í heimspressunni fyrir vikið.

Í bréfinu, sem sjá má hér að neðan stendur einfaldlega á íslensku:

Gott kvöld, kennari –

Ég mun ekki mæta til skóla í dag þar sem dagurinn er heilagur, en þann 4 september árið 1981 blessaði Drottinn heimsbyggðina með fæðingu gyðjunnar Beyoncé Knowles Carter. Af virðingu við hana mun ég ekki mæta í skólann í dag, sem er dagur Guðs. Þér er velkomið að hafa samband við mig, ef spurningar kvikna. Megi dagurinn reynast þér góður og mundu að lúta fyrir Beyoncé, því hún elskar þig.

Auðvitað hljómar textinn nokk melódískari á frummálinu, sér í lagi niðurlag kveðjunnar sem nemandinn sendi kennara sínum en hér má sjá sjáskot af tístinu á Twitter:

 

1409932280846screencapture

 

Buzzfeed náði tali af stúlkunni sem sendi skilaboðin, en í viðtali við blaðamann sagðist hún aldrei hafa ætlað sér að senda kennaranum svo einkennilega fjarvistartilkynningu.

„Nei, sko ég ætlaði aldrei að senda skilaboðin svona að vanhugsuðu máli,” svaraði hún. „En ég gerði það óvart og svo missti ég andann sjálf og hugsaði HVAÐ er ég búin að gera núna?”

Miðað við þá umfjöllun sem afmælisdagur sjálfrar Beyoncé fékk í bandarískum fjölmiðlum og raunar allri heimspressunni, er þó ekki nema von að örvinglaður aðdáandi hafi að lokum bugast og ákveðið að taka sér frí frá störfum á afmælisdegi litlu stúlkunnar frá Houston, Texas, sem hefur gersigrað tónlistarheiminn og stimplað sig rækilega á spjöld mannkynssögunnar.

Eins og flestir heilvita poppspegúlantar hafa þó gert sér ljósa grein fyrir, er ekkert hæft í þeim sögusögnum að Bey sé að ganga frá hjónaskilnaði við eiginmann sinn, Shaun Carter (Jay Z) en hann sendi þessa litlu og krúttlegu kveðju til Bey á afmælisdaginn og deildi með heimsbyggðinni.

 

Lærdómurinn sem draga má af afmælisdegi Bey? Konur geta orðið fallegri með aldrinum … 

SHARE