Geta feður farið í fóstureyðingu?

Fyrirsögnin er heldur ruglingsleg þar sem það segir sig nokkurn veginn sjálft að svo er ekki.
Í vikunni birtum við mynd af 12 vikna fóstri eða að myndin hafi verið blöff eins og einhverjir vilja meina sem skiptir ekki höfuð máli, en uppúr því fóru margir að segja sínar skoðanir almennt á fóstureyðingum, þá kom upp sú pæling ,,hvað með feður‘‘?

Fóstureyðingar eru leyfðar á Íslandi ásamt mörgum öðrum löndum. Konur ganga með börnin og því er það þeirra ákvörðun ef kemur svo til að þær verða þungaðar og á þann hátt að það hafi ekki verið á dagskrá.
Sumar konur gætu ekki hugsað sér að fara í eyðingu en aðrar sjá sér ekki aðra kosta völ.
Það er hugsanlega mjög sjaldgæft að konur láti eyða fósturvísi án þess að það hafi áhrif á líðan þeirra, að þeim sé í raun sama og hugsi þetta eins og vörn. Það er nokkuð ólíklegt að svo sé.

En hvað með feður?
Þeir geta ekki þvingað konuna til að ganga með barnið þó þeir jafnvel þrái að eiga þetta barn sem nú er byrjað að verða til.
Eflaust taka einhverjir sameiginlegar ákvarðanir og konan hlustar á manninn en það er samt alltaf hennar að ákveða í lokin.
Hvernig væri ef kona yrði þvinguð til þess að eiga barn sem hún vildi ekki og væri ekki tilbúin fyrir, rétt eins og menn eignast börn sem þeir vilja ekki eða eru alls ekki tilbúnir fyrir?

Hvað með menn sem vilja alls ekki barn, konan ákveður að eiga það og hann hefur ekkert um það að segja. Hann er svo talin vondur ef hann vill ekki taka þátt í uppeldi en hefði hann getað ákveðið hvort fóstureyðing yrði framkvæmt þá hefði hann tekið ákvörðun að svo yrði.
Ef kona yrði þvinguð til þess að ganga með barn sem hún vildi ekki, væri hún vond ef hún elskaði það ekki og gæti ekki hugsað sér að sinna því þegar það væri komið í heiminn?
Eru allir feður skrímsli sem vilja ekki taka þátt í uppeldi barns sem þeir eiga?
Er ekki eðlilegt að þegar barn er nú þegar fætt þrátt fyrir að faðir barnsins hafi ekki viljað það til að byrja með að hann elski það og sinni því?
Er það réttlátt að móðirin sjái ein um barnið þó hún hafi einungis viljað eiga það en ekki faðirinn?
Það þarf tvo til að eignast barn í flestum tilfellum nema þá ef um nauðgun er að ræða.
Er þetta þá ekki á ábyrgð beggja foreldra?
En enn og aftur kem ég að því að konan ræður hvernig fer.

Fóstureyðing er hugsanlega aldrei ákveðin útaf meðgöngunni, hvort konan geti hugsað sér að ganga með barn, uppá líkamann að gera, heldur er spáð í framtíðina, hvernig líf er hægt að bjóða barninu uppá og aðstæður almennt, aldur og fleira sem gæti spilað inní hjá foreldrum.
Svo þó að konan gangi með barnið er framtíð barnsins og foreldranna sem verið er að spá í.
Þegar það er sett svoleiðis fram, þá er þetta væntanlega ákvörðun beggja foreldra, því það breytist bæði hjá konunni og manninum eða hvað?
Ef konan ákveður að eiga barnið og faðir er alfarið á móti er hann þá vondur maður að taka ekki þátt?

Það er einfalt fyrir þá sem ekki hafa lent í óvæntri þungun að dæma og segja að fólk hefði átt að passa sig betur. Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Getnaður hefur þó átt sér stað þó konan sé á pillunni eða smokkur eða aðrar varnir séu notaðar en hugsanlega er algengast að fólk sé kærulaust, hver á að taka afleiðingunum og hver á að taka ákvörðun?

Fyrir okkur foreldra sem eigum börn, elskum þau og sinnum þeim er það óskiljanlegt fyrir okkur að hugsa til þess að einhver geti afneitað barninu sínu, og það er óskiljanlegt að einhverjir taki fíkn fram yfir barnið/börnin sín.
Við sem höfum ekki lent í þeim aðstæðum að þurfa að velja eða hafna á þennan hátt eigum hugsanlega erfitt með að skilja hvernig er.
Ég veit um feður sem ekki sinna börnunum sínum og það var  það sem þeir vildu frá byrjun, þeir eru álitnir skrímsli.
Ég veit um konur/stelpur sem farið hafa í fóstureyðingu en öllum fannst þeim þetta einstaklega erfið lífsreynsla.

Þarf ekki að dæma og meta úr frá mismunandi aðstæðum eða er staðreyndin sú að konur ráða hvernig fer og karlmaðurinn þarf að fylgja því ?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here