Getnaðarvörn og bólulyfið Dianette getur valdið blóðtappa – Nokkrar stúlkur hafa látist

Sautján ára gömul stúlka, Charlotte Porter fór til heimilislæknis síns og kvartaði um bólgu og verki í fæti. Að  lokinu viðtali við lækninn fór hún aftur í skólann.  Fóturinn hélt áfram að bólgna og var að farinn að blána. Móðir hennar sótti hana í skólann og fór með hana á bráðamóttöku. Þar sem hún var strax sett í blóðrannsókn. Meðan verið var að gera rannsóknina dó hún. Dánarorsökin var blóðtappi sem hafði myndast í fætinum. Hann losnaði og komst í hjartað.

Charlotte hafði nokkru áður en þetta gerðist fengið lyfið Dianette við bólum í andliti og er rökstuddur grunur um að  lyfið geti valdið blóðtappa. Það er einnig notað sem getnaðarvörn. Yfirvöld hafa ekki úrskurðað í málinu en foreldrar stúlkunnar vara unglinga við að nota þetta lyf. Frönsk yfirvöld hafa bannað lyfið en Bresk yfirvöld hafa ekki enn tekið lyfið af markaði.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here