Getur þurrsjampó valdið hárlosi?

Hér er nokkuð sem þú þarft að vita um notkun á þurrsjampói.

Konur hafa verið alveg æstar í að nota þurrsjampó síðustu ár, en það hafði ekki verið lengi til í hillum verslana og var það notað hér á árum áður. Nú í dag er þurrsjampó eitt af uppáhaldsvörum kvenna, þar sem það gerir þeim kleift að sleppa að þvo á sér hárið daglega og í rauninni redda sér með því að spreyja þessari undravöru í háirð á sér.

Þrátt fyrir að þetta undrasprey gerir það að verkum að hárið virkar hreint og heilbrigt, er orðrómur um að það geti valdið hárlosi.

Sjá einnig: 5 hárgreiðslur fyrir „skítugt“ hár

woman-with-hair-loss-looking-at-brush

Sjá einnig: 27 leiðir til að nota matarsóda

Svo er það satt eða er það mýta?

Það getur mögulega valdið hárlosi en að eins ef það er notað í miklu magni. Það veltur á hártýpu þinni, heilbrigði hársvarðar þíns, notkun þinni og sjampónotkun. Þurrsjampó er í rauninni púður sem dregur í sig fitu, en getur hlaðist upp í hárinu og ert hársvörð þinn og gert hár þitt veikbyggðara, sem getur orðið til þess að hárið dettur úr hársekknum.

Í alvarlegri tilvikum getur þurrsjampónotkun valdið skemmdum á borð við þynningu á hári og jafnvel skallablettum. Það sýgur í sig alla auka fitu sem kemur úr fitakritlum hársvarðarins sem hylur hárið og verndar það, en það getur valdið því að hárið verður brothættara.

Það er afar mismunandi hversu oft fólk þarf að þvo á sér hárið en sérfræðingar almennt mæla með að það sé gert um það bil tvisvar sinnum í viku og að nota þurrsjampó ekki oftar en tvisvar sinnum í viku heldur. Notaðu bara þurrsjampó til að bjarga þér þegar þú þarft á því að halda en ekki í stað þess að þvo á þér hárið.

Samantektin er því sú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur þó að þú takir eftir að þú ert að fara úr hárum og þú ert að nota þurrsjampó. Passaðu upp á að þvo hár þitt það reglulega að þú þurfir ekki að nota þurrsjampó það mikið að það skaði þig, t.d. með því að það byggist upp í hárinu þínu og valdi því að hár þitt og hársvörður verðu of þurrt. Hárið þitt þarf reglulegan þvott og hársvörðurinn þar reglulega svolítið nudd til að fjarlægja dauðar húðfrumur.

Sjá einnig: 5 leiðir til að fá meiri fyllingu í hárið

Húðin á höfði þínu er aðeins framlenging af húð andlit þíns og þegar þú ert óhrein í andlitinu, setur þú ekki bara púður á það og gerir þar með ráð fyrir að það sé orðið hreint – Þú þværð það. Notaðu smá sjampó í að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku og þú ættir að ver í góðum málum!

Eitt gott ráð í lokin – Ef þú ert búin með þurrsjapóið þitt, getur þú bjargað þér með því að dusta örlitlu af karfölumjöli í hárið þitt með förðunarbursta og greitt svo í gegn. Mjölið sér um að draga í sig alla auka fitu í hári þínu á augabragði!

SHARE