„Getur verið að kremið hafi þessi áhrif?“

skin2

„Þegar húðin er ekki hundrað prósent og gæti sennilega flokkast sem vandamálahúð, er maður einhvern veginn alltaf að leita að rétta kreminu (alveg eins og leitinni að besta maskaranum og gallabuxunum sem virðist aldrei ljúka).  Superfacelift andlitskremið hefur allt öðruvísi áferð en ég hef komist í kynni við áður.  Í því eru örfín korn sem innhalda A-vítamín(Retinol) sem er eitt af því besta sem húðin getur fengið.  Mælt er með því að setja Skinactive rakakrem yfir Superlift sem þar sem mín húð er feit á yfirborðinu, þá ég sleppi því og útkoman er frábær.  Kremið er hvorki of feitt, né of þurrt og mér líður(ég held ég geti sagt í fyrsta sinn!) vel í húðinni og þarf ekki sífellt að pæla í því hvort ég þurfi að púðra eða „blotta“

„Áferðin á húðinni hefur breyst, hún er þéttari og ég sé ekki betur en að hrukkur í kringum augun hafi grynkað!! Mæ ómæ, er það ekki eitthvað sem við þráum allar?“

Eyetuck augnkremið hef ég borið á mig samviskusamlega kvölds og morgna í fimm vikur og þegar ég var að rýna í baksýnispegilinn í bílnum, bara til að taka stöðuna á lúkkinu, þá sneri ég höfðinu á alla kanta því ég sá ekki þreytu-ættarpokana undir augunum.  Getur verið að kremið hafi þessi áhrif?

Brynja

Katrín Brynja Hermannsdóttir
Blaðamaður, Flugfreyja hjá Icelandair
og þriggja barna móðir.

skin3

  • Rannsóknir sýna fram á marktækan árangur.
  • Vörurnar eru sérhannaðar til þess að leysa ákveðin vandamál.
  • Allir finna sína sérhæfðu lausn í Skin Doctors línunni.


Skin Doctors er leiðandi vörumerki í þróun á sérhæfðum húðvörum sem byggðar eru á framúrskarandi samsetningu virkra efna og þróaðar á rannsóknarstofnunum í samvinnu við lýtalækna. Hver vara hefur virkt efni sem þjónar ákveðnum tilgangi. Öll efnin eru vísindalega prófuð og hafa sýnt fram á árangur hvert fyrir sig. Með hækkandi aldri endurnýja frumurnar sig hægar og þá myndast vandamál eins og
hrukkur og þynnri húð. Skin Doctors býður upp á fyrsta flokks lausnir með því að hjálpa til við endurnýjun húðar sem veitir henni yngra og ferskara útlit.

STAÐREYNDIR UM SKIN DOCTORS HÚÐVÖRUR

  • Engir læknar, engar nálar, enginn sársauki.
  • Henta öllum húðgerðum.
  • Þróaðar af virtu lyfjafyrirtæki í samvinnu við húðlækna.
  • Sporna gegn náttúrulegu hrörnunarferli.
  • Endurnýja og gefa fallegri áferð.
  • Hjálpa til við að jafna út húð á erfiðum svæðum.

Ef þig langar að komast á kynningu með Skin Doctor og okkur á Hún.is á morgun fimmtudaginn 12.september á milli klukkan 12 -14  Kvittaðu þá hérna undir með „já takk“  og þú gætir haft heppnina með þér.

 

SHARE