Getur verið eitthvað jákvætt við að vera með kvíða?

Kvíði getur verið alveg hrikalegur, eins og þau sem þekkja til tilfinningarinnar, vita allt of vel. Hann getur algjörlega stjórnað tilveru okkar og sett okkur í hálfgert fangelsi, það sem til dæmis það eitt að vita að þú ert með kvíða veldur því að þú fáir enn meiri kvíða. Þú kvíðir smávægilegum hlutum, en þú veist um leið að það er best fyrir þig að sleppa tökunum á kvíðanum. Eitt sandkorn er eins og heill klettur á þínum mæli og tilfinningin vindur upp á sig eins og snjóbolti, svo ástandið virðist óyfirstíganlegt.

Sjá einnig: Kvíði í myndum – „Maður tekur varla eftir þessu“

Það er þó ekki allt neikvætt við að vera með kvíða. Kannanir hafa verið gerðar þess efnis að kvíðinn getur einnig hjálpað þér í þínu daglega lífi. Hún leiddi í ljós að þau sem eru með kvíða eiga auðveldara með að greina neikvæðar tilfinningar fólks og eru mun fljótari að greina aðstæður sínar.

supergirl

Kvíði framkallar stresshormóna sem kallast kortisól og adrenalín, sem hjálpar þér að berjast eða flýja (fight or flight), sem gerir þá einstaklinga hæfari til þess að komast af ef um hættu er að ræða. Kvíðinn gerir þig mun hraðari í að greina í aðstæður þínar, bæði að meta neikvæðar tilfinningar hjá fólki og að koma þér í burtu frá hættulegum aðstæðum.

Sjá einnig: Hvernig lýsir félagslegur kvíði sér?

Að einhverju leiti væri hægt að kalla kvíðann 6. skilningarvitið, sem þú vissir ekki að þú hafðir. Þrátt fyrir að kvíði hefti þig almennt og allra best væri að vera laus við þennan púka sem situr á þér, þá getur hann um leið bjargað lífi þínu, svo horfðu á bjartari hliðarnar. Kvíðinn er þér ekki alslæmur og getur komið þér lengra en þú heldur.

Sjá einnig: Náðu tökum á kvíðanum á fljótlegan hátt

SHARE