Give-A-Day: Þetta ætlar markaðsstjóri Bestseller að kaupa sér í dag

BESTSELLER keðjan sem rekur verslanirnar Vero Moda, Vila, Jack and Jones, Selected og Name It stendur í dag, þann 10. apríl fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi um heim allan. Verkefnið ber nafnið GIVE-A-DAY og gengur út á það að ALLT sem viðskiptavinir BESTSELLER versla í dagverður gefið til góðgerðarmála! Já þú last rétt, ekki allur ágóði eða hluti hagnaður, heldur mun – ÖLL SALAN – þennan daginn renna til góðgerðarmála. 

Sjá einnig: Allt sem viðskiptavinir BESTSELLER versla þann 10. apríl verður gefið til góðgerðarmála

Við fengum Lovísu Önnu markaðsstjóra Bestseller á Íslandi að segja okkur hvaða 5 hluti hún ætlar að fá sér í dag.

lovisa-620x1005

1. Blazerinn frá VILA er ótrúlega flottur bæði við gallabuxur og kjól, ég ætla að taka hann svartann. Ég á aldrei nóg af flottum svörum blazer jökkum.

2. SELECTED Kjólinn, algjör klassík! Meiriháttar klæðilegur og algjört ,,must have”.
3. VILA gallabuxurnar eru ótrúlega flottar, smá boyfriend og töff fyrir sumarið við flotta strigaskó.
4. Kimonoinn frá SELECTED, algjörlega truflaður og þetta mynstur er svo fallegt. Geggjaður við gallabuxur!
5. Vero Moda taskan, búin að vera bíða eftir að gefa mér hana. Hún er svo töff með kögri og löngu bandi, fullkomin fyrir sumarið.
Lestu fleiri skemmtilegar greinar á nude-logo-nytt1-1
SHARE