Krem fyrir 35 ára og eldri

Ein af vinsælustu vörulínunum frá Avon er Anew Reversalist en línan inniheldur bæði dagkrem og næturkrem auk þess sem sérstakt augnkrem hefur verið tekið fram. Í sömu línu er einnig bæði andlitshreinsir og serum.

Eftir því sem húðin eldist á rakinn til með að minnka í húðinni. Með minnkandi raka fara fínar línur og hrukkur að láta meira á sér bera með tímanum. Reversalist línan er  sérstaklega ætluð konum eldri en 35 ára til þess að vinna á þessari fyrstu hrukkumyndun.

Allar vörurnar í línunni miða að því að fríska upp á húðina og gefa henni góðan raka, ásamt því að dagkremið inniheldur sólarvörn SPF 25.

reversalist

Tvískipt augnkrem

Augnkremið er tvískipt, bæði krem og smyrsl. Fyrst er kremið borið á allt augnsvæðið og dregur það úr þrota og fínum línum. Smyrslið er eingöngu borið á svæðið undir augunum og dregur það úr baugum og lýsir upp augnsvæðið.

Fyrst er húðin hreinsuð með hreinsinum, svo er serumið borið á og því næst dag- og augnkrem.

Avon er bandarískt fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í um 125 ár. Avon á milljónir tryggra viðskiptavina í yfir um 100 löndum. Vörurnar getur þú nálgast hjá sölufulltrúum og á netverslun. Heimasíðu Avon á Íslandi má skoða með því að smella hér.

Gjafaleikur Avon og Hún.is

Hún.is ætlar að gefa veglegan snyrtipakka frá Avon með Anew Reversalist línunni. Til þess að taka þátt lækarðu greinina og skrifar „já takk“ í ummæli hér að neðan. Dregið verður á sunnudaginn!

 

SHARE