Gjafapokinn á Óskarsverðlaunahátíðinni var furðulegur í ár

Allir sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna fá með sér heim gjafapoka sem er ekki af verri endanum, flugmiðar, dekur, snyrtivörur, einkaþjálfun og þannig mætti endalaust telja áfram.

Í ár þótti innihald pokans alls ekki vera hefðbundið en í honum var til dæmis:

  • Bókin Your Guide to Happy Endings and New Beginnings eftir Leeza Gibbons. 
  • 6 smokkar frá Naked Brand
  • Hlynsýróp frá Rouge Maple Gourmet Products
  • Borðbúnaður frá Slimware en hann stjórnar skammtastærðunum sem þú átt að fá
  • Vampíru andlitslyfting, en þá er efni úr blóði viðkomandi sprautað í hrukkur manneskjunnar og sléttir úr þeim
  • Miðar í sirkus
  • Hárteygjur sem líka er hægt að nota sem armband
  • Gluggahreinsir

Þetta er bara brot af því sem stjörnurnar en að auki fá þau íþróttapeysu með logo-i verðlaunahátíðarinnar á.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here