Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við stelpurnar á Hún.is höfum verið starfandi síðan um miðjan september og það hefur verið alveg yndislegur tími og við höfum fengið viðtökur framar öllum vonum. Við erum óendanlega þakklátar ykkur, lesendum vefsins, fyrir allt sem á undan er gengið og er spenntar fyrir því sem árið 2013 hefur upp á að bjóða.

Við óskum ykkur innilega gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafið það sem allra best um hátíðarnar og njótið þess að vera með ykkar nánustu, hverjir svo sem það eru. Verið með þeim sem ykkur líður vel með, hugsið sem minnst um aukakílóin og elskið friðinn.

Bestu kveðjur frá okkur og takk fyrir að fylgjast með hún.is

Kidda Svarfdal, Bryndís Gyða og Kristrún Ösp

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here