Góðar fréttir: Brasilískt Vax útrýmir Flatlús

Ég veit ekki hvort ég myndi setja Flatlúsina á lista yfir “dýr í útrýmingarhættu” en greinin sem ég fann á netinu orðaði þetta svona. “Brazilian Bikini waxes make Crab Lice endangered species”

Kynfæra lús eða Flatlús eru pestar sem setjast að í nára hjá fólki og hafa gert frá því elstu menn muna. Í dag er þessi pest, sem Flatlúsin er að hverfa. Læknar vilja meina að það sé Brasililíska vaxinu að þakka.

Meira en 80% af háskóla nemum í Bandaríkjunum láta fjarlæga öll eða mest öll kynfærahárin. Þetta byrjaði sem einhverskonar tískubóla en hefur fest sig í sessi.

Flatlúsin sem var mjög algeng sést varla í dag, segir Basil Donovan, prófessor í kynfræðum hjá Sydney Sexual Health Center.

Við eigum sem sagt að huga vel að þessu svæði, hvort sem er að klippa, vaxa eða raka nárann og öll eða hluta af kynfærahárum því þetta svæði er svæðið þar sem Flatlús tekur sér bólfestu.

Þær lúsa tegundir sem sækja á mannslíkamann halda sig venjulega við ákveðna staði á líkamanum. Höfðulús er í hársverðinum, líkamslús felur sig í fötum þess í milli sem hún sýgur blóð úr líkamanum og Flatlúsin heldur til í nára.

Þannig að, til að útrýma alveg Flatlúsinni þá þarf að “eyðileggja” hýbýli þeirra.  Sem sagt, hárlaus að neðan er málið í dag.

Fleira áhugavert um Flatlús og aðrar tegundir af lús má lesa HÉR.

 

Hér finnur þú meiri fróðleik frá heilsutorg

 

SHARE