Þetta þarftu að vita um hjartaáföll – Konur eru ólíklegri til að fá verk fyrir brjóstið þegar þær fá hjartaáfall

Ungar konur vita ekki alltaf að þær séu að fá hjartaáfall 

Flestir álíta að maður hljóti að fá mikil óþægindi fyrir brjóstið þegar maður fær hjartaáfall. En ný rannsókn hefur leitt í ljós að þetta gerist ekki alltaf þegar ungar konur fá hjartaáfall.

Dr. Louise Pilote, yfirlæknir hjartadeildarinnar við McGill heilsustofnunina segir, að það sé alveg nauðsynlegt að hætta að horfa bara á gamla manninn sem heldur um bringuna þegar hann er að fá hjartaáfall.  „Í raunveruleikanun er það svo að kvalir fyrir brjósti, aldur og kyn eru ekki lengur þeir þættir einir sem athugaðir eru í sambandi við hjartaáfall“.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar og þar segir að farið hafi verið yfir sjúkrasögu eitt þúsund ungra sjúklinga sem höfðu fengið hjartaáfall. Vissulega fékk yfir helmingur þeirra kvalir í brjósthol en ein af hverjum fimm konum 55 ára og yngri fengu ekki kvalir í brjósthol þegar þær fengu áfallið. Ennfremur kom fram að konur fengu síður þessar brjóstholskvalir en karlar.

Það var ekki heldur hægt að sjá að þær sem ekki fengu brjóstholskvalir fengju vægara áfall. 

“Rannsókn okkar leiðir í ljós að ungt fólk og konur sem koma á bráðamóttöku og eru ekki með brjóstholskvalir en ýmis önnur einkenni hjartaáfalls eru í bráðri hættu. Við verðum að átta okkur á þessu og taka upp nýjar aðferðir til að greina ástand þessara ungu kvenna.”

Konur ættu einkum að bregðast við ef þær fá sáran verk í handleggina, bak, kvið eða háls, ef þær verða móðar, svimar, verður óglatt eða finna fyrir þrýstingi í brjóstholi.

 

Sérfræðingar hjá  Mayo Clinic telja sig skilja af hverju konur finna fyrir einkennum sem voru talin upp hér fyrir ofan, frekar en sárum brjóstholskvölum sem oft fylgja hjartaáfalli. Þeir segja að þetta stafi sennilega af  því að konur eru oft með stíflur í smærri æðum sem flytja hjartanu blóð en ekki í stóru slagæðunum. Þessi sjúkdómur er vel þekktur hjá konum.

Þetta er umhugsunarvert og gott að hafa í huga kæru konur.

Heimild

SHARE