Góður svefn – aukin vellíðan

Það verður aldrei lögð nógu mikill áhersla á það að fá góðan svefn og hvíld. Við þurfum mismikinn svefn eftir því á hvað aldursskeiði við erum. Svefninn endurnærir og gefur okkur kraft til þess að takast á við þau verkefni sem við þurfum að fást við dagsdaglega. Við veltum því sjaldnast fyrir okkur að meðalmaðurinn eyðir um það bil þriðjungi ævi sinnar sofandi.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er ekki fyrr en við glímum við svefnleysi sem við gerum okkur grein fyrir mikilvægi svefnsins og því hversu mikil áhrif hann hefur á okkar andlegu og líkamlegu heilsu. Áhyggjur, streita og kvíði hafa slæm áhrif á svefn þinn, reyndu því að forðast þá þætti eins og þú mögulega getur.

Hér eru nokkur góð ráð til þess að öðlast betri svefn:

  • Komdu reglu á svefninn, ekki fara of seint að sofa og reyndu að vakna á sama tíma á hverjum degi.
  • Hreyfðu þig reglulega – þú öðlast betri svefn ef þú ferð líkamlega þreyttur að sofa.
  • Einfaldaðu svefnherbergið eins og kostur er, forðastu að hafa sjónvarp eða önnur rafmagnstæki í svefnherberginu.
  • Búðu til svefnvænt umhverfi. Hitastig, lýsing og hljóð geta haft áhrif á svefninn og mikilvægt er að þessir þættir séu sem ákjósanlegastir.
  • Ekki borða rétt fyrir svefninn, forðastu notkun á örvandi efnum eins og koffíni.

 

Íhuga ætti meðferð hjá sérfræðingi ef svefnvandi er langvarandi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk við að greina vandann og leita úrlausna við honum.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE