Gómsætar kryddaðar kjötbollur í rjómatómatsósu

Þessar dýrinds kjötbollur koma frá uppáhalds sælkeranum mínum, henni Tinnu Björgu. Ég mæli eindregið með því að þú bæði kíkir á bloggið hennar og fylgir henni á Facebook.

Sjá einnig: Asískar kjötbollur

IMG_7964

Kryddaðar kjötbollur í rjómatómatsósu

Kjötbollur

800 gr nautahakk

3 egg

1 og 1/2 dl fetaostur

1 dl rifinn parmesanostur

1 – 1 1/3 dl mjólk

4 brauðsneiðar

1 laukur

fersk basilíka (sirka 10 stilkar)

2 og 1/2 tsk chilimauk

1 og 1/2 msk pizzakrydd

1 msk Season All

2-3 tsk nautakraftur

sjávarsalt

svartur pipar

  • Setjið nautahakk og egg í hrærivélarskál. Myljið fetaost örlítið með gaffli og setjið í skálina ásamt parmesanosti.
  • Rífið brauðsneiðar og vætið með mjólk þannig að brauðið drekki mjólkina í sig.
  • Fínsaxið lauk, hvítlauksrif og basiliku og bætið í skálina ásamt mjólkurblautu brauðinu.
  • Kryddið með chilimauki, pizzakryddi, Season All, nautakrafti, sjávarsalti og svörtum pipar. Ég nota nautakraft í duftformi frá Oscar.
  • Hrærið kjötbollurnar á vægum hraða þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Mótið hakkblönduna í hæfilega stórar bollur og raðið þeim á bökunarpappírsklædda ofnplötu.
  • Eldið kjötbollurnar í ofni við 180° í 20-25 mínútur á meðan sósan er löguð.

Rjómatómatsósa

2 msk smjör

1 askja piccolotómatar

2 hvítlauksrif

450 ml rjómi

3 dl vatn

3 msk tómatpúrra

1-2 tsk nautakraftur

sjávarsalt

svartur pipar

Maizena sósujafnari

handfylli fersk basilíka

  • Skerið piccolotómata í fernt og pressið hvítlauksrif. Setjið í stóran pott og steikið með smjöri í 2-3 mínútur.
  • Hellið rjóma og vatni í pottinn og hitið að suðu. Bætið við tómatpúrru og nautakrafti og smakkið sósuna til með sjávarsalti og svörtum pipar.
  • Þykkið sósuna með sósujafnara og látið krauma við vægan hita í um 10 mínútur.
  • Þegar kjötbollurnar eru tilbúnar er þeim bætt við sósuna í pottinum. Fínsaxið basiliku og hrærið saman við kjötbollurnar og sósuna. Berið fram með hrísgrjónum og ef til vill heimagerðu hvítlauksbrauði.

Sjá einnig: Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu – Uppskrift

SHARE