Gómsætt kartöflugratín

Þessi uppskrift kemur frá Allskonar.is

Þetta gratín er alveg dásamlegt með hvaða kjöti sem er, hvort sem það er með nautakjöti, svínakjöti, kjúkling, eða jafnvel fiski.

Kartöflugratín fyrir 4

  • 850 gr kartöflur
  • 1.5 dl nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • 1 hvítlauksrif, flysjað og skorið í tvennt
  • 1 grein ferskt timian
  • 25 gr parmesan, rifinn
  • salt og pipar

Undirbúningur: 20 mínútur

Eldunartími: 90 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 150C.

Klæddu form að innan með bökunarpappír, smyrðu pappírinn að innan með smjöri. Þú getur valið að nota brauðform eða jólakökuform eða lítið skúffukökuform.

Nú skaltu flysja kartöflurnar og sneiða þær mjög þunnt, í um 2-3mm þykkar sneiðar.

Settu í pott mjólkina, rjómann, hvítlaukinn og timian greinina, hitaðu upp að suðu og slökktu svo undir. Kældu örlítið.

Þá er komið að því að raða kartöflunum í formið.
Settu helminginn af kartöflunum í mótið, stráðu salti og pipar yfir. Helltu helmingnum af rjómablöndunni yfir.
Settu nú restina af kartöflunum í mótið, salt og pipar og afganginn af rjómablöndunni.
Stráðu parmesan ostinum yfir.

Bakaðu í 70-90 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og osturinn gullinn.

Ef þú vilt skera gratínið í bita og leggja á hvern disk þá þurfa kartöflurnar að kólna í 20 mínútur eða svo. Annars er hægt að bera gratínið fram í forminu og með fallegri stórri skeið svo hver og einn geti fengið sér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here