Ramsay Fjölskyldan er harmi slegin yfir því að Tana Ramsay missti fóstur eftir að vera komin fimm mánuði á leið. Gordon hafði fagnað með stórum hluta heimsbyggðarinnar þegar hann tilkynnti að þau hjónin ættu von á sínu fimmta barni.

Sjá einnig: Gordon Ramsay á von á fimmta barni sínu

Gordon sendi út tilkynningu þess efnis að hann vildi þakka öllum fyrir stuðninginn á síðustu vikum en Tana hafði því miður misst fóstur um helgina. Þau áttu von á öðrum syni sínum, en fyrir eiga þau þrjár dætur og einn son. Ramsay þakkar einnig starfsfólki spítalans í Portland fyrir allt sem þau gerðu fyrir þau.

 

2

 

1

 

 

 

 

2767AA2400000578-3032351-image-m-38_1428596924149

 

SHARE