Gordon Ramsay á von á fimmta barni sínu

Meistarakokkurinn og sjónvarpsstjarn Gordon Ramsay (49) á von á, hvorki meira né minna, sínu fimmta barni með eiginkonu sinni Tana Ramsay (41).

Sjá einnig: Ævintýri að starfa hjá Jamie Oliver

Fyrir eiga þau þrjár dætur, Megan (17), Holly (16), Matilda (14) og soninn Jack (16) og hefur Gordon haft orð á því að eina sem hann vonast eftir er að barnið verði ekki enn önnur stelpan.

Sjá einnig: Kynþokkafyllstu karlmenn ársins 2015

Fregnirnar komu ekki löngu eftir að mótherji hans, Jamie Oliver tilkynnti að hann ætti von á fimmta barninu með eiginkonu sinni Jools, en kokkurinn og eiginkona hans eru skiljanlega afar ánægð með nýju viðbótina.

Gordon og Tana kynntust þegar hún var aðeins 18 ára gömul og hafa þau verið gift í 20 ár og segir kona hans í nýlegu viðtali að hann elski að vera í kringum börnin og vini þeirra. Hann getur verið afar strangur, en um leið mjög mjúkur og að þannig sé hann bara.

Sjá einnig: Heitt súkkulaði með rauðvínsívafi

 

 

341DEB1300000578-3588496-image-a-40_1463128967093

341E2BBF00000578-3588496-image-a-47_1463130678608

341E21D500000578-3588496-image-m-43_1463130452950

341E211900000578-3588496-image-m-49_1463130794403

SHARE