GOTT MÚV: Chrissy Teigen opinberar slitförin ófeimin á Instagram

Chrissy Teigen, fyrirsæta, samskiptamiðlamógúll og matreiðsluspegúlant setti netið á annan endann í gærkvöldi þegar hún birti ómeðhöndlaða ljósmynd af sjálfri sér; sem sýndi fagurlagaða fótleggi hennar – þakta slitförum á innanverðum lærum og markaða marblettum.

Chrissy er súpersvöl og ekki óvön linsunni – hér með Bieber undir hælnum: 

Svo virðist sem Chrissy, sem er gift tónlistarmanninum John Legend, hafi vísvitanid viljað ögra viðteknum fegurðargildum og jafnvel sýna öðrum konum fram á breiskleika allra kvenna; að allar konur eru fallegar en að enginn kona er fullkomin.

Sjá einnig: John Legend syngur fyrir krúttlegustu brúðhjónin

Ljósmyndin vakti ómælda athygli, hefur ferðast sem eldur í sinu um heimsmiðlana og er í hrópandi ósamræmi við þá lýtalausu mynd sem Chrissie varpar gjarna upp gegnum samskiptamiðla, en hún er liðtæk í eldhúsinu og hyggst gefa út matreiðslubók innan tíðar.

Chrissy er að skrifa matreiðslubók – hér að steikja beikon í hinu fullkomna eldhúsi: 

Þaðan eru marblettirnir komnir, en Chrissie hefur í óða önn verið að setja saman flókna rétti við eldhúsinnréttinguna undanfarnar vikur … með þeim afleiðingum að fótleggir hennar eru marðir og bláir.

Mikilvægast er þó að Chrissie virðist með þessu hafa stigið fram til að senda þau skilaboð að engin kona er með öllu fullkomin – að allar konur eru ófullkomnar í eðli sínu og að í þeim breiskleika er fegurð hverrar konu fólgin.

Chrissie tók ljósmyndina og deildi á Instagram – og skrifaði við: “Stretchies say hi!”

SHARE