Götulokanir vegna Gleðigöngu Hinsegin daga

Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram á morgun, laugardaginn 9. ágúst. 

Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi (nálægt BSÍ) stundvíslega kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er vakin á því að götur verða lokaðar í kringum gönguleiðina og hátíðasvæðið frá kl. 12 á hádegi og þar til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur (sjá meðfylgjandi götulokanakort).

Íbúar Reykjavíkur og gestir eru beðnir að sýna samstarfsvilja og umburðarlyndi og hvattir til að nýta sér þjónustu Strætó (sjá www.straeto.is). Einnig benda Hinsegin dagar ökumönnum á að í miðborginni eru bílastæðahús sem oft hafa verið illa nýtt á meðan hátíðahöldunum stendur. Það er því engin ástæða er til að leggja bílum ólöglega. Leigubílar munu hafa aðstöðu til að taka upp farþega í Ingólfsstræti (á bak við styttuna af Ingólfi Arnarsyni) á meðan götulokunum stendur.

Nánari upplýsingar á www.reykjavikpride.com

Stjórn, göngustjórn og samstarfsnefnd Hinsegin daga senda hýrar kveðjur til þátttakenda og gesta.

Á mynd hér fyrir neðan má sjá smækkaða útgáfu af götulokunum í Reykjavík meðan á göngunni stendur en til að skoða stærri útgáfu á vefnum, smellið HÉR

Gleðilega hátíð!

G.tulokanakort.2014

SHARE