“Graðar stelpur ekki samþykktar”

Signý Sigurðardóttir skrifaði, þann 3.nóvember grein sem vakið hefur mikla athygli. Í pistlinum segir hún meðal annars 

“Kynhvöt er ein frumþarfa mannsins. Stúlkur jafnt og drengir hafa kynhvöt og kynþarfir. Um þær og þeirra þarfir og langanir er ekki enn talað á árinu 2012. Graðar stelpur er ekki samþykktar nema í því samhengi að gredda þeirra sé til að svala greddu strákanna.”

Signý segir að hana hafi lengi langað að skrifa um þessi mál en aldrei komið orðum að því fyrr en nú, henni er ofboðið.

Hún segir “Mér er ofboðið. Svo ofboðið að ég get ekki lengur orða bundist. Kynþarfir ungs fólks – drengja og stúlkna er eðlilegasti hlutur í heimi. Að ungt fólk sé upptekið af þeim hlutum er eðlilegasti hlutur í heimi. Að meðhöndla þá hluti með þeim hætti sem við verðum vitni að er úrkynjun. Virðingarleysi í hæstu hæðum og á ekki að líða.”

“Nú stöndum við frammi fyrir því að unga fólkið okkar er íhaldssamara í skoðunum en ungt fólk var fyrir 20 árum.”

Signý endar greininna með því að segja

“Ég er með tillögu til stjórnenda grunnskólanna – gerið ungu fólki að lesa bók júgóslavnesku stúlkunnar Leilu. Og sýnið því kvikmyndirnar Lilja forever og 90 minutes eftir norska leikstjórann Evru Sörhaug. Skapið umræður um þessi mál á meðal ungs fólks. Við verðum að bregðast við og sveigja samfélagið af þeirri braut sem það er á. Við erum fólkið til að gera það. “

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here