Grænmetislasagna með ostrusósu, engifer og kókos – Uppskrift

Uppskrift

3 msk. olía
1 kg blandað grænmeti, skorið í bita t.d. laukur, paprika, blómkál, spergilkál, baunir, kúrbítur, gulrætur, sætar kartöflur eða hvað sem hver vill
lasagneblöð
rifinn ostur
kókosflögur

Ostrusósa

4 dl ostrusósa (oyster sauce)
½ dl tómatssósa
½ dl sætt sinnep
2 msk. balsamik edik
2 msk. hunang
1 msk. paprikuduft
½ msk karrí
1 tsk. rósapipar
2 msk. rifið engifer
5 hvítlauksgeirar
½ chili aldin

Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað vel.

Kókossósa

300 ml kókosmjólk
2 hvítlauksgeirar
2 tsk. múskat
salt
pipar
sósujafnari

Setjið allt nema sósujafnara í pott og hleypið suðunni upp. Þykkið þá sósuna með sósujafnara.
Ofn hitaður í 200 gráður. Steikið grænmetið í olíu á pönnu í ca. 2 mín. Hellið ostrusósunni á pönnuna og látið krauma í aðrar 2 mín. Leggið lasagneblöð í botnin á eldföstu móti. Setjið þunnt lag af kókossósunni yfir lasagneblöðin og dreifið hluta af grænmetinu yfir kókossósuna. Leggið lasagneblöð yfir grænmetið og endurtakið þannig að það verði 3-4 lög af grænmeti. Dreifið rifnum osti yfir. Bakið við 200°C í 20 mín. Þegar 5 mín. eru eftir af eldunartímanum er rétturinn tekinn út og kókosflögum dreift yfir, svo aftur inn í ofninn restina af tímanum. Borið fram með góðu brauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here