Grátbiður Mariah Carey um hjálp

Alison Carey, systir söngkonunnar Mariah Carey, glímir við HIV sjúkdóm og hefur oftar en einu sinni grátbeðið systur sína um hjálp. En Alison þarfnast fjárhagsaðstoðar vegna veikinda sinna og eins hefur hún leitað eftir samúð og andlegum stuðningi frá Mariah en svo virðist sem söngkonan virði systur sína að vettugi.

Sjá einnig: Segir Mariah Carey hjartalausa norn

Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Mariah er ekki rétt að Mariah hafi aldrei rétt systur sinni hjálparhönd.

Mariah hefur eytt ótrúlegum fjármunum í systur sína og fjölskyldu síðustu tvo áratugi. Hún hefur bókstaflega haldið þeim uppi. Mariah hefur verið afar örlát við fjölskyldu sína í gegnum tíðina.

alison-carey

Alison Carey.

Morgan Carey, bróðir Mariah, segir allt aðra sögu.

Mariah eyðir meiri peningum í hundmat heldur en í fjölskyldu sína.

Alison hefur nú sent frá sér myndband þar sem hún grátbiður systur sína enn og aftur um aðstoð.

SHARE