Jón Þór Guðbjörnsson, 28 ára gamall maður ættaður frá Ísafirði, greindist nýlega með illkynja æxli milli lunga og hjarta en Jón Þór flutti með fjölskyldu sína í haust til Suðurnesja til að hefja nám.

Fyrir fjórum vikum fékk fjölskyldan þær erfiðu fréttir að Jón Þór hefði greinst með illkynja æxli sem byrjað er að dreifa sér. Unnusta Jóns Þórs er Ísfirðingurinn Guðný Ósk Þórsdóttir. Saman eiga þau árs gamlan son fyrir átti Guðný Ósk tvö börn af fyrra sambandi sem eru sex og sjö ára. Ólöf Öfjörð Ísfirðingur er vinkona Jón Þórs og Guðnýjar Óskar hefur stofnað styrktarsíðu fyrir fjölskylduna á Facebook þar sem hún biður þá sem geta að aðstoða og leggja inn á reikning í nafni Jóns Þórs.

Á síðunni segir Ólöf að Jón Þór sé búinn með eina viku í lyfjameðferð og í raun sé þetta allt bara rétt að byrja. Í kjölfar lyfjameðferðarinnar var Jón Þór settur í einangrun þar sem hann var með hættulega lítið af hvítum blóðkornum í blóðinu. Jón Þór er núna komin heim og er á lyfjum til að örva hvítu blóðkornin en á mánudag hefst lyfjameðferðin að nýju.

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á reikning 319-26-080496 kt:230884-3239

Sagt var frá þessu á bb.is

Styrktarsíða fjölskyldunnar

audur@bb.is

SHARE