Grét í viðtali við Opruh – Myndband

Á sunnudaginn síðasta var þáttur af Oprah Prime sýndur í Bandaríkjunum þar sem Oprah tók viðtal við tónlistarmanninn Pharrell Williams.
Í viðtalinu talar Pharrell Williams um velgengni lagsins Happy en lagið skaust upp á stjörnuhimininn eftir að myndband við lagið fór á Youtube. Í kjölfarið fór fólk að búa til sínar eigin útgáfur af myndbandinu og til að sýna dæmi um það spilaði Oprah brot af útgáfum frá mismunandi löndum þar á meðal íslenskri útgáfu af Happy.
Þegar myndbandið kláraðist var Pharrell farinn að fella tár og átti erfitt með að tala en sagði svo loks:

„It´s overwhelming, because I love what I do.“

Hér brot úr viðtalinu.

SHARE