Grillaðar kartöflur með hvítlauk og tímían – Uppskrift

Uppskriftirnar hjá Lólý eru svo ótrúlega girnilegar og þessi er fyrir kartöflur grillið. Tilvalið fyrir helgina!

Grillaðar kartöflur með hvítlauk og tímían
Ég veit að þessi er afar einföld en mér fannst ég samt þurfa að deila þessu með ykkur. Þessi saltblanda sem ég nota í þetta frá Nicolas Vahé er svo mikið ómissandi og gerir kartöflunar svo margfalt betri. Þær verða líka svo fallegar þegar maður grillar þær á heitu útigrillinu.

Stórar bökunarkartöflur
ólífuolía
Nicolas Vahé Garlic & Thyme salt

Skerið kartöflurnar í sneiðar, passið upp á að hafa þær nokkuð jafnar af þykkt svo að þær eldist jafnt. Raðið þeim á bakka og berið ólífuolíu á þær, á báðar hliðar. Kryddið svo með saltblöndunni – líka á báðar hliðar. Garlic & Thyme saltið frá Nicolas Vahé fæst meðal annars í Tekk Company Kauptúni, Fakó á Laugavegi, Hjá Jóa Fel og í Mosfellsbakaríi ásamt fleiri verslunum. Vildi bara láta ykkur vita hvar þetta fæst svo að þið þurfið ekki að leita út um allt af því. En svo getið þið auðvitað líka kryddað kartöflurnar með salti, hvítlauk og svo timían sem þið getið blandað sjálf.

Hitið grillið og grillið þær í rúmlega 10 mínútur á hvorri hlið en það fer auðvitað eftir þykktinni á sneiðunum hversu langann tíma þær þurfa. Þessar kartöflur passa vel sem meðlæti með hvaða kjöti, kjúkling eða fisk sem er.

SHARE