Gulrótar- og paprikubollur

Það borgar sig að gera tvöfaldan skammt af þessum, þær eru svo góðar og svo ilma þær guðdómlega.

Uppskrift:

50 gr bráðið smjör
4 dl mjólk
1 dl súrmjólk
4 tsk þurrger
2 tsk salt
2 tsk sykur
2 rifnar gulrætur
1 dós af papriku bruchetta
50 gr hveitiklíð

Hveiti þar til deigið hættir að vera blautt.

Aðferð:

Látið hefast í allavega klukkustund. Búa til bollur, pennsla með mjólk eða hrærðu eggi, láta standa í hálftíma áður en fer inn í ofn.

Bakist við 200 gráður í 15 til 20 mín.

Geggjaðar volgar með smjöri og osti.

SHARE