Gulrótarkaka með guðdómlegu rjómaostakremi

Þessi dásamlega gulrótarkaka kemur frá Tinnu BjörguAð sögn Tinnu er þetta gömul uppskrift frá mömmu hennar, en með dálitlu Tinnutvisti. Ég hvet ykkur enn og aftur til þess að fylgjast með blogginu hennar Tinnu á Facebook – þar er hún ótrúlega dugleg að deila uppskriftum.

Já, þær eru meira að segja stundum í hollari kantinum. En við nennum engri hollustu í dag. Laugardagur og svona.

11007500_10153095766972453_1311096093_n

Gulrótarkaka með guðdómlegu rjómaostakremi

Gulrótarbotnar

350 gr rifnar gulrætur

1 lítil dós kurlaður ananas

100 gr pekahnetur

280 gr hveiti

320 gr sykur

2 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 og 1/2 tsk kanill

4 egg

2 og 1/2 dl olía

2 tsk vanilludropar

  • Blandið saman í skál rifnum gulrótum, kurluðum ananas, muldum pekanhnetum, hveiti, sykri, matarsóda, lyftidufti, salti og kanil. Hrærið vandlega saman við þurrefnin eggjum, olíu og vanilludropum.
  • Smyrjið tvö hringlaga kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli þeirra. Bakið kökubotnana við 180° í 35-40 mínútur eða þar til þeir verða fallega dökkbrúnir.
  • Gott er að stinga prjóni í miðju botnanna til að gá hvort þeir séu bakaðir. Kökubotnarnir eru tilbúnir ef prjónninn kemur hreinn upp. Kælið botnana. Ég frysti kökubotna oftast yfir nótt áður en ég set krem á þá þannig að þeir verði mjúkir og rakir.

Rjómaostakrem

200 gr mjúkt smjör

4 dl flórsykur

2 tsk vanilludropar

600 gr rjómaostur

  • Þeytið smjör þar til það verður kekkjalaust og bætið flórsykri og vanilludropum saman við. Þeytið þar til úr verður smjörkrem. Setjið rjómaost saman við kremið og þeytið þar til það verður silkimjúkt.
  • Hvolfið öðrum gulrótarbotninum á kökudisk og smyrjið með 1/3 af kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið alla kökuna með rjómaostakremi. Skreytið kökuna með heilum pekanhnetum.
  • Ég nota alltaf rjómaostinn frá Ostahúsinu. Hann hefur glansandi og silkimjúka áferð og verður ekki kekkjóttur þegar honum er blandað saman við smjörkremið. Ef þið notið aðra tegund er mikilvægt að rjómaosturinn sé við stofuhita.

Tengdar greinar:

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi frá Café Sigrún

Gulrótar- og kókossúpa frá Cafe Sigrún – Uppskrift

Amerísk gulrótarterta – Uppskrift

SHARE