Gunnar Logi fannst látinn

Karlmaður fannst látinn í sjónum út af Kjalarnesi í gær, en starfsmenn Landshelgisgæslunnar voru þar við leit. Lögreglan staðfestir að um er að ræða Gunnar Loga Jóhannes Logason. Síðast var vitað um ferðir hans 30. desember sl. Hans hafði verið leitað undanfarnar vikur.

Fjölskyldu Gunnars hefur verið tilkynnt um andlátið, en ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til björgunarfólks sem tók þátt í leitinni að Gunnari.

1424472_1411781729063633_1886574062_n

SHARE