Gwen Stefani er ófrísk

Nú er komið að því að Blake Shelton og Gwen Stefani fullkomin ástarsamband sitt með og eignist barn, en samkvæmt slúðurmiðlum ytra er söngkonan ófrísk. Heimildarmaður sagði OK magazine frá því að Gwen væri komin um það bil 3 mánuði á leið og eigi að eiga í október og að hún gangi með stelpu.

Gwen hélt að hún væri komin af barneignaraldri og þetta var ekki planað hjá skötuhjúunum en þau eru samt í skýjunum með þetta. Fyrir á söngkonan 3 drengi en Blake á engin börn fyrir en hefur náð að tengjast drengjum Gwen mjög vel.

Samkvæmt þessum heimildarmanni er þetta bara búið að styrkja samband þeirra mikið og þau séu eins og ástsjúkir unglingar.

 

 

 

 

SHARE