Gyða Dröfn með nýja leið til að bera á sig brúnkukrem

Bloggarinn Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir uppgötvaði skemmtilega leið til þess að bera á sig brúnkukrem þegar hún stóð úrræðalaus fyrir framan baðherbergisskápana eitt kvöldið. „Ég var að fara að bera á mig brúnkukrem og fann hvergi brúnkuhanskann minn. Ég rótaði í skápunum í hálfgerðri örvæntingu að leita að einhverju nothæfu þegar ég rek augun í dömubindin, “ segir Gyða Dröfn hlæjandi.

Í hallæri ákvað Gyða Dröfn því að prófa að nota dömubindi til þess að setja á sig brúnkukremið. „Ég klippti það í tvennt, límdi á hendurnar og límdi vængina yfir handabakið. Svo setti ég brúnkukremið í bindið og bar á mig. Þetta reyndist svo heldur betur vera algjör snilld, ótrúlega einfalt og gefur brúnkunni alveg jafna áferð. Dömubindin hreyfast heldur ekkert á höndunum eins og hanskar eiga til að gera, af því þú límir þau á.“

unnamed (1)

Gyða Dröfn kveðst nú nota þessa aðferð reglulega til þess að setja á sig brúnkukrem. En er einhver ein tegund af dömubindum betri en önnur? „Mér finnst best að nota stór dömubindi með alveg sléttu yfirborði, sem draga ekki allof hratt í sig. Yfirleitt notast ég við Libresse, “ segir Gyða kát í bragði.

Gyða Dröfn heldur úti blogginu gydadrofn.com þar sem hún skrifar til dæmis um húð- og snyrtivörur, heimilið og tísku, svo eitthvað sé nefnt.  

SHARE