Gylfi Ægis fer fram á kæru á hendur Samtökunum 78, “…sást í brókina og falið typpið þar bak við”

Gylfi Ægisson tónlistarmaður skrifaði færslu á Facebook síðu sína í gærkvöld, en samkvæmt henni reyndi hann í gær að leggja fram kæru á hendur Samtökunum 78 vegna klámfenginna orða sem áttu að hafa borist börnum til eyrna og einnig hefðu verið í boði sleikipinnar í formi typpa.

Hér má sjá færslu Gylfa:

“10/9 2013. Til allra sem eiga lítil börn!
Í morgun fór ég á lögreglustöðina í Reykjavík
og lagði fram kæru á samtökin 78 vegna klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á á Gay Pride 2013. Ég benti líka á að mér hefði borist til eyrna að þar hefðu líka verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð og og gerfi typpi og fleyri klámhlutir 
Ég sýndi þar myndir teknar frá skemmtipallinum þar sem fjölda ungra barna mátti sjá ásamt fullorðnum. Eins las ég upp skrif þess sem hafði farið með börnin sín í burt frá ósómanum. Ég var með tölvupósta frá fleyra fólki sem sagðist ekki fara með börnin sín aftur á Gay Pride.
Mér var sagt að ekkert af þessum sönnunargögnum myndu duga. Ég yrði að afla frekari sönnunargagna. Eins og tildæmis hverjir sögðu klámyrðin sýna myndir af typpasleykjóunum og myndir af klámfengnum atriðum. Ég fékk vikufrest til þess. Ég sýndi mynd af karlmanni í leðurbuxum opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við. Nei það var heldur ekki nógu klúrt fyrir lítil börn.
Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnavernarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn aðe kkert að þessu dugði,jafnvel þó að í . 93. gr. Barnaverndalaga
Standi Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. …2)
Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með
börnin sín á Gay Pryde, en þeir foreldrar sem finndist þetta í lagi mættu vera með börnin sýn þar.
Ég lýsi hér með eftir gögnum af myndum af einhverju úr Gay Pride göngunni 2013 eða eldri göngum sem hafa verið haldnar, sem inni halda eitthvað af þessum hlutum sem ég hef skrifað um hér fyrir ofan og bið um að senda mér á gvae @internet.is eða í einkaskilaboðum. Takk fyrir.
Umkringdur af homma her,
Held ég áfram vörnum.
Ekkert læt ég aftra mér,
Ég stend með Íslands börnum.

Ógeðs orð og typpatal,
Í eyrun litlu er troðið.
Ég áfram berst ég á ei val,
Enda er mér nóg boðið.”

Samtökin 78 hafa svarað Gylfa og eftirfarandi yfirlýsing var birt á Facebook síðu þeirra:
Gylfi Ægisson lagði fram kæru á hendur Samtakanna ’78 vegna klámfengis gleðigöngunnar í ár. Lögregglan tilkynnti honum að sönnunargögn hans myndu ekki duga til og gaf honum vikufrest til þess að finna sönnunargögn til að styðja við ákæru hans. 
Þess má þó geta að gleðigangan er haldin af Hinsegin dögum og tengjast því Samtökunum ’78 ekki með beinum hætti.
Það er þó afskaplega gott að til er fólk eins og Gylfi sem minnir okkur á að enn er mikil þörf á samtökum eins og Samtökin ’78 sem eru tilbúin að standa upp gegn fáfræði. Ummæli Gylfa og annarra í kjölfar Hinsegin daga hafa minnt okkur rækilega á að við þurfum að standa okkur betur í fræðsluhlutverki okkar og það munum við gera með sömu gleði í hjarta og við höfum gert síðustu 35 árin.

Þess má geta að Gylfi hefur opinberlega tjáð sig um það að hann hafi ekki verið viðstaddur gönguna í ár. 

SHARE