Hættan af völdum skyndibita að aukast – Gefum börnunum ávexti!

Vel má vera að hættan af skyndibitum sé að aukast. Í tímaritinu Time er greint frá því að nýleg rannsókn á hundruðum þúsunda barna og unglinga um allan heim leiddi í ljós að samband er á milli skyndibitafæðu og  aukinnar tíðni astma, ofnæmis og exems.  Sem betur fer er auðvelt að koma við vörnum:  Borðið meiri ávexti!

Í Evrópu voru yfir 319.000  unglingar á aldrinum 13 og 14 ára og liðlega 181.000 börn á aldrinum 6 og 7 ára í 50 löndum athuguð. Krakkarnir og foreldrar þeirra svöruðu spurningum um matarræðið og hvort þau hefðu astma, ofnæmi og exem. Rannsakendur komust að því að meðal táninga sem neyttu skyndibita þrisvar eða oftar á viku var áhættan að fá eða vera með alvarlegan astma 39% hærri en hjá þeim sem ekki borðuðu  skyndibita í þessum mæli. Í hópi barnanna jókst áhættan um 27% af sömu ástæðum.  En þegar börnin borðuðu ávexti í eðlilegu magni dró úr áhættunni um 11% meðal unglinganna og 14% hjá börnunum.  “Höfundur skýrslunnar segir að þetta sé viðamesta athugun sem hefur verið gerð á ofnæmi í fólki um víða veröld og niðurstaðan sé sú að greinilegt samband virðist hvarvetna vera milli nægtasamfélagsins og þessa  þátta heilsufarsins”.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here