Hætti að stunda kynlíf og gekk í sértrúarsöfnuð.

Leikarinn Bill Roache, sem er orðinn 81 árs gamall hældi sér einverju sinni af því að hafa sofið hjá 1000 konum. Hann er genginn í sértrúrarsöfnuð og trúir því að með krafti kærleikans geti hann læknað veikindi, bundið enda á stríð, hungur í heiminum og fátækt.

Hann sagði kærustu sinni til þriggja ára upp í fyrra þegar forystumenn safnaðarins höfðu náð taki á honum og segist ekki þurfa kynlíf lengur þó að öll hans tól séu enn í besta lagi. Hann segist þurfa að forgangsraða, nú þurfi hann að koma skilaboðunum um hinn sanna kærleika út til fólks og séu það forréttindi að fá að gera það. Ég nota alla orku mína og allan tíma minn í þetta verkefni.

 

Bill Roache er tvígiftur, fjögurra barna faðir og er nú orðinn „heilari“ í þrettán manna hópi í Cheshire. Hópurinn býður fólki á samkomur þar sem félagar sem búa yfir „æðri visku“ svara spurningum og heila viðstadda. Þarna getur fólk fengið heilun hjá Bill Roache fyrir  £5 – fimm pund- á heilun.  Hann hefur margar sögur að segja af kraftaverkunum þegar hann leggur hendur yfir fólk og segir að boðskapur hópsins séu svipaðar kenningum Jesú Krists og Búdda sem hafi í rauninni verið afskræmdar. Það eru allir velkomnir til okkar að heyra kenningar okkar, segir hann.

Hvað finnst þér um svona?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here