Hættum að dæma mæður sem gefa svöngum börnum sínum brjóst

Þó að Íslendingar séu almennt opnari því að konur gefi börnunum sínum brjóst á almannafæri þá eru önnur lönd sem telja þetta vera eitthvað sem konur þurfa að fela eða allavega ekki eitthvað sem á að gerast í kringum annað fólk.

Konur í Bandaríkjunum fara margar afsíðis til þess að gefa börnunum sínum brjóst séu þær meðal almennings eða bera hálfgerða skikkju framan á sér til þess að hylja bæði brjóstið og barnið á meðan þær gefa. Þrátt fyrir að konur hafi gefið börnunum sínum mjólk að drekka úr brjóstunum á sér frá upphafi mannkyns þá þykir þessi athöfn ekki nógu siðsamleg og samfélagsmiðlar líkt og Instagram og Facebook hafa tekið út myndir sem sýna konur gefa brjóst.

Ástralska  útgáfa tímaritsins Elle birti mynd af fyrirsætunni Nicole Trunfio með barnið sitt á brjósti á forsíðu nýjasta tölublaðsins. Upphaflega var þetta ekki hugmyndin að því hvernig forsíðan myndi líta út en Nicole átti þó alltaf að prýða forsíðuna. Það var þegar fyrirsætan þurfti að gefa svöngum syni sínum að borða að það vakti innblástur hjá ljósmyndaranum og smellti hann nokkrum gullfallegum myndum af henni og syni hennar.

Einungis áskrifendur blaðsins fá tímaritið í hendurnar með þessari forsíðu en Nicole situr fyrir í svörtum Prada kjól og með son sinn í fanginu á hinni forsíðunni en þau blöð fara í almenna sölu.

Það er ekkert eins áhrifamikið og fallegt og móðurhlutverkið. Það síðasta sem ég vil vera er umdeild, svo takið þið þessu eins og það er, leyfið okkur að gera brjóstagjöf eðlilega, það er ekkert verra en móðir sem er dæmt fyrir að gefa svöngu barninu sínu að borða í almenningi. #viðerubaramennsk.

 

Sjá einnig: Brjóstagjöf: Mögulega það fallegasta í heimi

ONE-USE-ONLY-Nicole-Trunfio-on-cover-of-ELLE-Australia

 

Sjá einnig: Brjóstagjöf á almannafæri?

ONE-USE-ONLY-Nicole-Trunfio-on-cover-of-ELLE-Australia (1)

Sjá einnig: Ofurmódelið Natalia Vodianova hvetur til brjóstgjafar: Mynd

 

SHARE