Hafmeyju-múmía til rannsóknar

Vísindamenn í Japan hafa hafið rannsóknir á 300 ára gamalli „hafmeyju-múmíu“ og ætla að reyna að rekja hvaðan hún kemur. Þetta fyrirbæri er með neglur, hár og tennur og talið að hún sé frá því um árið 1700. Einnig virðist vera að neðri hluti líkamans sé þakinn hreistri.

Múmían er afar smá og fyrsta skrefið í rannsókninni er að senda hana í allsherjar sneiðmyndatöku á háskólasjúkrahúsinu í Kurashiki

Þar sem við höfum einlægan áhuga á öllu svona þá munum við klárlega fylgjast með þessu áfram.

SHARE